• Kolfinna Kristínardóttir

Zucchini og egg

Þar sem egg er mjög keto væn fæða er ég stöðugt að reyna að finna nýjar leiðir til að elda þau. Ég á það til að fá ógeð af eggjum og er því í stöðugri tilraunastarfsemi. Þessi uppskrift er kannski soldið bras nema maður geti keypt zucchini núðlur einhversstaðar á Íslandi (megið láta mig vita), ég kaupi alltaf tilbúnar núðlur í USA stoppunum í vinnunni.

Mér finnst mikilvægt að þurrka núðlurnar vel áður en ég elda þær, annars verða þær svo vatnskenndar. Ég einfaldlega legg þær á milli eldhúspappírs og kreisti safann úr þeim. Einnig hef ég alltaf eldhúspappír í boxinu inn í ísskáp til að ná vökvanum úr. Næsta skref er að salta þær vel.


Eggjarauðan og hvítan eru svo aðskilin. Eggjahvítan er blandað saman við zucchini núðlurnar. Með hverju eggi er sirka lúka af zucchini, þið einfaldlega mælið bara sjálf hvað þið viljið mikið. Til að fá þetta nokkuð kringlótt og fallegt eldaði ég zucchinið í litlum eldföstum mótum (í sirka 10 mín á 180 gráðum) áður en ég færði það yfir á plötu og setti rauðuna í.


Bakaði svo zucchinið með eggjarauðunni í örfáar mínútur (3-4). Saltaði svo og setti chilli flögur yfir.481 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola