• Kolfinna Kristínardóttir

Tælensk kjúklingasúpa

Súpan er mjög matarmikil, um það bil fyrir 4 fullorðna. Súpan er alltaf betri daginn eftir svo ég mæli með að eiga afgang.

Innihald:


2 sellerí stikar

4-5 hvítlauksgeirar

1/2 hvítkáls haus

1/2 laukur

700 gr úrbeinuð kjúklingalæri

500 ml kjúklingasoð (eða vatn og súputeningur)

2 dósir kókósmjólk

4 matskeiðar karrý

2 matskeiðar siracha sósa

4 matskeiðar soja sósa

4 matskeiðar fiber syrop (eða önnur keto sæta)


Aðferð:


Grænmetið er smátt skorið og steikt upp úr olíu og karrý í stórum potti. Næst er kjúklingurinn smátt skorinn og bætt út í pottinn. Svo er kjúklingasoðinu, kókósmjólkinni og restin af innihaldsefnunum bætt út í. Látið súpuna malla við lágan hita í amk 30 mín.


Berið fram súpuna með ferskum kóríander, lime safa, kókósflögum og sýrðum rjóma.

1,597 views0 comments

Recent Posts

See All