• Kolfinna Kristínardóttir

Sykurlaust keto nutella

Þessi uppskrift er nokkuð nálægt því að verða eins og alvöru nutella, það tekur smá tíma að gera hana vegna þess hve lengi hneturnar eru að verða að hnetusmjöri. Það þarf góða matvinnsuvél í ferlið.


Uppskrift af pönnukökunum má finna HÉR


Innihald:

200 gr heslihnetur

4 matskeiðar flórsykurs gervisæta*

2-3 matskeiðar kókosolía (gæti þurft meira)

3 matskeiðar hreint kakó

klípu af salti


*Ef þið eigið ekki til flórsykur (gervi) þá er hægt að nota ,,venjulegan'' og setja í blender/matvinnsluvél og vinna hann þangað til hann verður fínmalaður eins og flórsykur.

Aðferð:

Hitið heslihneturnar í ofni 10 mín, setjið þær í viskustykki og nuddið hlýðinu/skurninn af. Það er allt í góðu ef þið náið ekki af þeim öllum. Næst er að setja þær í matvinnsluvél og vinna þær þangað til þær breytast í mauk, því næst er bætt við kókosolíu og matvinnsluvélin látin vinna í dágóða stund í viðbót. Þetta ferli getur tekið allt að 15-20 mín, fer eftir hversu góða matvinnsluvél þið eigið. Þegar mjúkt hnetusmjör hefur myndast er restinni af hráefnunum bætt við. Eins og alltaf þá mæli með ég með að smakka sig til, hvort það þurfi að bæta við aðeins meiri sætu eða kakói. Ef áferðin er of þykk þá bætiði við kókosolíu.

1,370 views0 comments

Recent Posts

See All