• Kolfinna Kristínardóttir

Sveppasósa

Þessi sósa er í miklu uppáhaldi, hún er góð með öllu kjöti og gerir hversdagslegan mat töluvert betri.


Innihald:

200 gr sveppir

2 matskeiðar smjör

4 hvítlauksrif

1 teningur af sveppakrafti (td frá Knorr)

1 teskeið soya sósa

3-4 matskeiðar rjómaostur

250 ml rjómi

Svartur pipar eftir smekk


Aðferð:

Hvítlaukurinn er smátt saxaður og settur í pott ásamt smjörinu. Sveppirnir eru skornir smátt og settir út í pottinn. Þegar þeir eru búnir að steikjast vel og orðnir mjúkir er rjómanum og rjómaostinum bætt út í. Síðan er restinni bætt út og smakkað sig til, ég nota yfirleitt aldrei uppskrift við sósugerð svo þessi er aðeins til viðmiðunar.


Sósan er frekar þunn en hægt er að bæta við meira af rjómaosti til að þykkja hana.

2,010 views0 comments

Recent Posts

See All