• Kolfinna Kristínardóttir

Superbowl Sunday


Það skemmtilegasta við keto mataræðið er að það er hægt að búa til keto útgáfur af nánast öllum mat. Ég tók saman nokkra rétti sem eru tilvaldir fyrir Superbowl Sunday, enda engin ástæða til að svindla og detta í sukk.BBQ sósa er klárlega mikilvæg ef þið ætlið að gera pulled pork og/ eða rif.


Pulled pork:

Ég notaði svínaskanka fyrir pulled porkið. Hægeldaði þá í ofni upp úr kjúklingasoði í 5 klukkustundir, á 100 gráðu hita. Takið kjötið út og leyfið að kólna, rífið svo kjötið í sundur með tveimur göfflum eða í höndunum. Leyfið að liggja í BBQ sósunni. Berið framan ofan á hamborgarabrauði með súrum gúrkum.Hamborgarabrauð:

Ég gerði fathead hamborgarabrauð með pulled porkinu.
Innihald:

60 gr rjómaostur

3/4 bolli rifinn ostur

1 egg

1/3 bolli möndlumjöl

2 teskeiðar lyftiduft


Hitið ofninn á 200 gráður. Í skál eða potti blandið saman rjómaostinum og rifna ostinum, hitið í 20 sek í örbylgjuofni eða á lágum hita í potti þar til osturinn bráðnar. Bætið við þurrefnunum og hnoðið saman. Deigið á að vera blautt og klístrað. Takið skeið og setjið á plötu með bökunarpappír og myndið hamborgarabrauð, ég hafði mín lítil. Bakið í 10-12 mín, þar til það kemur gyllt áferðin á brauðin.

Rif:

Hægt er að kaupa ómarineruð rif í flestum betri kjötbúðum. Marineruðu rifin sem þið kaupið í flestum matvöruverslunum eru full af sykri.


Aðferð: Hreinsið rifin með köldu vatni og þurrkið þau vel með eldhúsrúllu, nuddið góðri kryddblöndu (passið að það sé ekki sykur í henni, McCormick kryddin innihalda oftast sykur) á rifin. Eldið rifin í álpappír í ofni á lágum hita, 130 gráðum, í tvær og hálfa klukkustund. Takið rifin út og pennslið með BBQ sósunni og grillið í ofni í 10 mín.


Kjúklingavængir:

Kaupið ómarineraða vængi og þurrkið vel með eldhúsrúllu. Nuddið vængjunum upp úr lyftidufti (það gerir þá extra crispy). Raðið vængjunum á grind með plötu undir (svo fitan leki niður, þannig verða þeir enn stökkari), passið að vængirnir snerta ekki hvorn annan. Bakið vængina í 20-30 mínútur (eftir stærð þeirra). Veltið upp úr hot sauce þegar þeir eru tilbúnir.


Gráðostasósa:

1 pakki gráðostur (notaði þríhyrninginn í bláu umbúðunum)

1/2 dós 18% sýrður rjómi

1/2 dós majones (litla dósin)

Smá sítrónusafi

salt og pipar eftir smekk. Öllu blandað saman í skál, gráðosturinn maukaður með gaffli.572 views0 comments

Recent Posts

See All