• Kolfinna Kristínardóttir

Stökkir kjúklingaleggir

Kærastinn minn elskar KFC svo við höfum verið að þróa okkar eigin Keto útgáfu af kjúklingaleggjunum. Það má auðvitað velta leggjunum upp úr möndlumjöli en okkur finnst betra að gera það með pork rinds. Gott að bera leggina fram með sellerí eða súrum gúrkum og gráðosta- eða hvítlaukssósu.Innihald:

1 kg Kjúklingaleggir

1/2 poki af pork rinds (fæst í Krónunni)

3 egg

hot sauce

1 teskeið salt

1 teskeið pipar

1/2 teskeið cayenne pipar

1/2 oregano


Uppskrift af BBQ sósu hér!


Pork rinds er sett í matvinnsluvél og unnið þar til það verður að mjöli, kryddblöndunni er svo bætt við. Eggin eru pískuð í aðra skál og bætt við hot sauce eftir smekk. Kjúklingaleggjunum er svo dýpt í eggin svo í pork rinds mjölið, svo endurtekið til að fá þá extra stökka áferð. Eldaðir í ofni á 200 gráðum í 30 mín, þá eru leggirnir teknir út og pennslaðir með Keto BBQ sósu og eldaðir aftur í 10 mín.1,821 views0 comments

Recent Posts

See All