• Kolfinna Kristínardóttir

Smjördeigslengja með hindberjum, mascarpone osti og hvítu súkkulaði (ekki keto)

Þessi uppskrift lenti í 3. sæti í Wewalka smjördeigskeppni Gestgjafans árið 2017.


Innihald:

1 pakki af Wewalka smjördeigi

150 gr mascarpone ostur

85 gr hindber (fersk eða frosin, ef notuð er frosin þarf að afþýða og sigta frá vökvann)

85 gr sykur

100 gr af hvítu súkkulaði

30 gr mönduflögur

1 egg


Þreytt saman mascarpone osturinn og sykurinn, svo bætt við hindberjunum. Hvíta súkkulaðið saxað smátt. Smjödeigið skorið í helming lóðrétt (svo það myndast tvær langar og mjóar lengjur). Helmingurinn af osta-hindberja mixinu smurður í miðjuna á annarri lengjunni og helmingurinn af saxaða súkkulaðinu stráð yfir. Hin smjördeigs lengjan er svo sett ofan á hina og endarnir lauslega kramdir saman með gaffli (til að hindra að hindberja mixið leki út), svo er tekinn hnífur og skorið aðeins í deigið að ofan (gerðar ræmur í deigið). Lengjan er svo pensluð með eggi. Bakast í 15 mín á 200 gráðum, tekið út og sett restina af hindberjamaukinu ofan á lengjuna og bakað aftur í um 3-5 mín. Að lokum er restinni af súkkulaðinu stráð yfir ásamt möndluflögunum.

254 views0 comments

Recent Posts

See All