Kolfinna Kristínardóttir
Sinnepsblómkál
Updated: Oct 22, 2020

Þetta blómkál er án efa uppáhalds meðlætið mitt, það er ótrúlega gott með fisk, kjúkling og kjöti. Líka hægt að borða sem aðalrétt og ótrúlega gott með hvítlaukssósu eða sýrðum rjóma. Gott er að strá ferskum kóríander yfir.

Innihald:
1 blómkálshaus
2-3 matskeiðar olía
2 matskeiðar sykurlaust sýrop eða fiber sýrop
2 matskeiðar dijon sinnep
1 matskeið karrí
klípa af salti
Aðferð:
Blómkálið skorið smátt, velt upp úr restinni af innihaldinu. Bakað ofnplötu, reynið að raða þannig að blómkálið snertist ekki - við viljum að það eldist jafnt svo það verði stökkt. Bakið við 180-200 gráður í klukkustund eða þegar blómkálið er orðið stökkt og byrjað að brúnast.