• Kolfinna Kristínardóttir

Shuwa lambalæri

Shuwa lambalæri er ómönsk uppskrift þar sem lambalæri er velt upp úr kryddum, vafið í bananalauf og grillað í holu í margar klukkustundir. Ég varð að prófa uppskriftina en þurfti þó að breyta aðeins til, gera hana ketó vænni og með íslenskum hráefnum. Kjötið er ótrúlega gott, bráðnar upp í manni og dettur af beinunum.


Innihald:

8-10 hvítlauksgeirar

1 msk kanill

1 msk negulnaglar

1 msk svartur pipar

1 msk cumin

1 msk chilliflögur

1 msk þurrkaður kóríander

1 msk salt

1 dl sykurlaust sýrop (ég nota Fiber)

1 dl ólífuolía

1 lime (safinn)


Aðferð:

Myljið kryddin saman í mortel eða blandara, blandið svo saman við hvítlauk, olíu og sýropi. Nuddið kryddleginum um allt lambalæri og vefið þétt í álpappír. Ég eldaði lærið í ofni á 40-50 gráðum í 30 klst. Ég tók svo kjötið úr álpappírnum og grillaði í ofninum á 250 gráðum í um það bil 10 mín.Ég bar lærið fram með sinnepsblómkálinu og Chimicurri sósu

352 views0 comments

Recent Posts

See All