• Kolfinna Kristínardóttir

Satay kjúklingasalat

Þetta salat er ótrúlega gott, uppskriftin er stór eða fyrir sirka 4 fullorðna. Það má auðvitað minnka eða bæta í eftir þörfum.

Kjúklingurinn:

 • 750 gr úrbeinu kjúklingalæri

 • 3 msk sesam olía (eða önnur olía)

 • Siracha sósa eftir smekk

 • 3 msk soja sósa

Veltið kjúklingnum upp úr marineringunni, setjið í eldfast mót og eldið í sirka 20 mín eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Skerið kjúklinginn smátt og setjið ofan á salatblönduna.


Salatið:

 • Ferskt rauðkál

 • Hvítkál

 • Iceberg salat

 • Paprika

Skerið allt grænmetið í örmjóaar ræmur (eins og núðlur).


Salat dressing:

Satay sósa þynnt út með vatni og bætt í soja og/eða siracha eftir smekk.


Toppings:

 • Kóríander

 • Sýrður rauðlaukur:

Skerið rauðlauk í örþunnar ræmur, setjið í krukku með ediki (má vera hvítvíns, rauðvíns eða bara borðedik), 1 tsk salt, 2 msk gervisæta, 1 msk svört piparkorn. Geymið í ísskáp. Laukurinn ætti að vera tilbúinn eftir sirka sólarhring og endist heillengi.


 • Karamellu chilli möndlur:

Setjið 100 gr af möndlum á pönnu ásamt 3-4 msk fiber sýrop, bætið chilli flögum eftir smekk og sjávarsalti. Látið malla þar til möndlurnar brúnast í karamellunni. Kælið alveg og myljið svo niður.657 views0 comments

Recent Posts

See All