• Kolfinna Kristínardóttir

Súkkulaðiterta

Updated: Jan 29, 2019

Bakaði þessa tertu fyrir babyshower boði. Eins og með allar keto kökur þá eru þær auðvitað ekki jafn góðar og kolvetnaríkar alvöru súkkulaðikökur.

Botnarnir:

6 egg

1/2 bolli stevia sykur

1 bolli möndlumjöl

2 matskeiðar hreint kakó

2 teskeiðar lyftiduft

1 teskeið vanilludropar

1/2 af bræddu smjöri.


Botnarnir eru frekar þunnir, ef þið kjósið að hafa þá þykkari þá mæli ég með að tvöfalda uppskriftina.


Þeytið eggin mjög vel, þar til þau verða fluffy (sirka 5 mín í góðri hrærivél). Þurrefnunum er blandað aðra skál og hrært saman við eggin með sleif (mjög varlega). Að lokum er vanilludropunum og smjörinu bætt úti. Smyrið form og bakið í 10-12 mín á 180 gráðum með blæstri, tíminn er aðeins til viðmiðunar þar sem ofnar geta verið mismunandi, fylgist vel með og stingið pinna í miðjuna, þegar hann kemur þurr upp úr er kakan tilbúin.


Súkkulaðimús:

150 gr 85% dökk súkkulaði (eða dekkra)

3.5 dl léttþeyttur rjómi

3 eggjarauður


Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, leyfið því að kólna aðeins áður en eggjarauðunum er bætt útí. Hrærið saman þangað til áferðin verður slétt og blandið svo saman við léttþeyttan rjóma.


Súkkulaði skraut:

50 gr dökkt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði, sett á bökunarpappír og leyft að harðna áður en það er sett ofan á kökuna.


Leyfið kökunni að vera í fyrsti eða kæli í nokkrar klukkustundir áður en hún er borin fram.

1,614 views0 comments

Recent Posts

See All