• Kolfinna Kristínardóttir

Súkkulaðimús

Updated: Aug 24, 2021

Súkkulaðimús er klárlega einn besti eftirrétturinn á ketó. Það er ekkert gervisætubragð, nóg af fitu og lítið af kolvetnum. Uppskriftin er ótrúlega einföld en hægt er að bæta við berjum, hnetum, kókósflögum og fleira.

Innihald

  • 250 ml rjómi - létt þeytt

  • 50 gr dökkt súkkulað (helst 85% eða annað ketó vænt).

  • 1 eggjarauða


Aðferð

Léttþeytið rjómann. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og leyfið aðeins að kólna áður en eggjarauðan er hrærð samanþ Hræið vel saman þar til áferðin verður þykk. Hræið saman við rjómann þar til áferðin verður slétt.


Ég mæli með a nota sprautupoka og sprauta músinni í glas/skál. Geymið í kæli í 1-3 klst.


Á myndinni að ofan er músin borin fram með karamellu brittle. Þá eru möndlu- og heslihnetu flögur settar á bökunarpappír, fiber sýrop yfir, klípa af smjöri og salt stráð yfri. Bakað á 170 gráðum í 10 mín. Leyfið að kólna (verður stökkt) áður en það er borið fram.Hér er súkkulaðimúsin borin fram með hindberjarjóma (hindber maukuð með gaffli og blönduð saman við þeyttan rjóma) og súkkulaðiskrauti.
Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og ,,skvett" á bökunarpappír sem fer svo inn í frysti þar til músin er borin fram.
3,895 views0 comments

Recent Posts

See All