• Kolfinna Kristínardóttir

Súkkulaðibita smákökur

Updated: Dec 22, 2020

Það er auðveldlega hægt að vera á keto um jólin og munu fleiri uppskriftir koma inn á næstunni.

Innihald:

150 gr af mjúku smjöri

1/2 bolli af stevia sykri eða ethyriol sætu.

1 tsk vanilludropar

1 egg

1 bolli af möndlumjöli

1/2 teskeið matarsódi

1/2 teskeið lyftiduft

1 teskeið sjávar salt

50 gr 85% dökkt súkkulaði* Það gefur mjög gott bragð að nota steviu púðursykurinn.


Aðferð:

Blandið saman smjörinu og sykrinum þangað til áferðin verður létt og ljós. Bætið við egginu og vanilludropunum og hrærið saman. Svo er öllum þurrefnunum bætt út í og að lokum er súkkulaðið saxað smátt og bætt úti. Rúllið litlar kúlur, um 15 gr og setjið á bökunarpappír. Bakist við 180 gráður í 10 mín.

1,683 views0 comments

Recent Posts

See All