• Kolfinna Kristínardóttir

Keto sörur

Updated: Nov 5, 2019


Sörur eru uppáhalds kökurnar mínar. Það er auðvelt að breyta þeim í tertu ef maður nennir ekki brasinu. Þá er einfaldlega botninn settur í form og bakaður þannig (muna hafa bökunarpappír í forminu til að ná botninum úr).


Innihald - botninn:

4 egg

90 gr möndumjöl

1 dl gervi flórsykur


Stífþeytið eggjahvíturnar og gerivsykurinn. Blandið möndumjölinu varlega saman við. Bakið á 140 gráðum án blásturs í 40 mín.

Innihald - kremið:

4 eggjarauður

100 gr smjör

1 dl gervi flórsykur

2-3 matskeiðar hreint kakó

klípa af salti


Þeytið vel saman þangað til áferðin er slétt og fluffy. Kælið kökurnar áður en kremið er sett á, annars bráðnar það.


Hjúpur:

50gr 85% dökkt súkkulaði

1 matskeið kókósolía

Brætt saman yfir vatnsbaði. Passið að vera búin að kæla kökurnar vel áður en þeim er dýft ofan í súkkulaðið, annars bráðnar kremið af og blandast við súkkulaðið.


Geymið í frysti.

Það er einfalt að gera sörurnar sem köku

3,939 views0 comments

Recent Posts

See All