• Kolfinna Kristínardóttir

Sítrónuostaka

Updated: Apr 17, 2020

Ég var ekki mikill aðdáandi ostaköku áður en ég byrjaði á keto en nú er þetta uppáhalds lágkolvetna kakan mín. Það er ekkert gervisætubragð af henni mér finnst mikill kostur. Það er hægt að gera hana í muffins formum en einnig sem stóra köku. Ég mæli með að toppa hana með bláberjasósu eða lemon curd.


Innihald - botninn:

1 bolli möndlumjöl

1/4 bolli mjúkt smjör

1 matskeið gervisæta (má líka vera sýrop)

1 tsk vanilludropar

1/2 sjávarsalt


Aðferð: Öllu blandað saman og þrýst ofan í köku- eða muffins form. Mér finnst flott að láta deigið koma aðeins upp á hliðarnar. Það er sniðugt að láta bökunarpappír í kökuformið ef þið ætlið að færa hana á kökudisk (hefur stundum brotnað við að færa hana yfir á disk) annars er nóg að smyrja formið vel með olíu eða smjöri. Bakið við 180 gráður í 10 mín eða þar til botninn er byrjaður að brúnast. Látið kólna í að minnsta kosti 10 mín áður en þið hellið fyllingunni í.Innihald - fyllingin:

500 gr rjómaostur

2 egg

1/3 bolli af gervi flórsykri, til dæmis erythritol *

1 matskeið sítrónusafi

1 teskeið vanilludropar

Smá af rifnum sítrónuberki


*Það er hægt að nota "venjulega" gervisætu og vinna í matvinnsluvél / blandara þar til hún verður að dufti eins og flórsykur.


Aðferð - fyllingin:

Hrærið saman rjómaostinu og flórsykrinum þar til áferðin verður létt og ljós. Bætið við eggjunum, einu í einu. Að lokum er bætt við sítrónusafnaum, berkinum og vanillu dropum. Passið að hafa ekki stillinguna á hrærivélinni of háa því þá geta myndast loft-

bólur í fyllingunni. Hellið fyllingunni í formið eftir að botninn hefur fengið að kólna í um 10 mín.


Bakið í 15-20 mín ef þið eruð með muffins form en um 30 mín ef þið eruð með kökuna í stærra formi, á 180 gráðum. Þó að miðjan sé ekki alveg orðin bökuð þá er það allt í góðu. Kælið bökuna í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir. Ekki fjarlæga kökuna úr forminu fyrr en hún hefur fengið að kólna alveg. Það er óhætt að setja hana í frystinn til að flýta fyrir ferlinu.


Það er gott að bera kökuna fram með hindberjum en passið ykkur að hafa ekki of mörg þar sem kolvetna magnið gæti orðið of mikið. Ég mauka stundum hindberin með gaffli og smyr yfir kökuna eins og sultu. Nota í mesta lagi 6-8 hindber. Einnig er gott að hafa þeyttan rjóma með.1,379 views2 comments

Recent Posts

See All