• Kolfinna Kristínardóttir

Sítrónu pönnukökur með rjómaostakremi


Á mínu heimili er hefð fyrir því að gera pönnukökur um helgar. Uppáhalds comboið er klárlega beikon, smjör og sykurlaust sírop en þessar sítrónupönnukökur eru góð tilbreyting með hækkandi sólu. Pönnukökurnar eru léttar og einstaklega ferskar.


Innihald - pönnukökur:

4 egg

100 gr rjómaostur

100 gr möndlumjöl

1 tsk lyftiduft

1 msk gervisæta

klípa af salti

sirka 1 tsk sítrónubörkur


Eggin og rjómaosturinn þeyttur vel saman, síðan restinni blandað saman við. Steikið við meðalhita með smjöri eða olíu. Aldrei snúa pönnukökunum fyrr en það myndast bubblur í deiginu og pönnukakan er nánast tilbúin, þá er hún snögglega steikt á hinni hliðinni.


Kremið:

125 gr rjómaostur

0.5 dl rjómi

2-3 matskeiðar gerviflórsykur *

dass af sítrónusafa

dass af vanilludropum


*Ef þið eigið ekki til flórsykur (gervi) þá er hægt að nota ,,venjulegan'' og setja í blender/matvinnsluvél og vinna hann þar til hann verður fínmalaður eins og flórsykur.


Öllu blandað saman og þeytt þar til áferðin verður létt og ljós. Smakkið ykkur til og bætið við sítrónusafa, sætu, vanilludropum o.fl. eftir smekk

1,346 views0 comments

Recent Posts

See All