• Kolfinna Kristínardóttir

Risarækjur með gucamole


Ég er ekki mikill Costco aðdáandi en ég kaupi þó alltaf frosnar rækjur þar, mjög gott verð og mjög góðar. Passið að kaupa hráar rækjur en ekki foreldaðar, þær eru seigar og vondar. Það þarf að hreinsa rækjurnar áður en þær eru eldaðar.

Ég marinera rækjurnar upp úr sesam olíu, soja sósu, chilli mauki og hvítlauk. Því lengur því betur.


Rækjurnar eru svo steiktar í örskamma stund, eða þangað til þær fá bleikan lit. Um það bil 1-2 mín.

Gucamole

1 stór lárpera 1 matskeið af söxuðum rauðlauk

1 matskeið saxað jalapeno (má sleppa) Lime safi Klípa af sjávarsalti

Allt blanað saman í matvinnsuvél eða maukað með gaffli.


Gúrkan er svo skorin í sirka 1cm þykka bita og gucamole og rækjurnar settar ofan á.
444 views0 comments

Recent Posts

See All