• Kolfinna Kristínardóttir

Rósmarín og parmesan kex

Updated: Oct 22, 2020

Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi, hrökkbrauðið er gott eitt og sér en líka frábært með góðu áleggi eða á ostabakka.


Innihald:

1 bolli hörfræ

200 gr parmesan ostur

2 egg

1 matskeiðar þurrkað rósmarín

1/2 teskeið sjávarsalt


Öllu blandað saman í matvinnsluvél. Sett á milli tveggja bökunarpappíra og flatt út þar til örþunnt. Þessi uppskrift ætti að passa akkúrat á eina bökunarplötu. Kexið á að vera mjög þunnt, því þynnra sem þið náið að fleta út deigið því betur bragðast það. Fjarlægið efri bökunarpappírinn og stráið yfir sjávarsalti og rósmarín, einnig gott að setja smá rifinn ost yfir. Bakið á 180 gráðum í 10-15 mín, eða þar til kexið er orðið mjög stökkt.


Ef ykkur finnst deigið of blautt er gott að setja 1-2 matskeiðar af huski og látið standa í smá stund. Annars á deigið að vera frekar blautt, því er nauðsynlegt að fletja það út milli tveggja bökunarpappíra.


Kexið er gott eitt og sér en einnig með áleggi

3,537 views0 comments

Recent Posts

See All