• Kolfinna Kristínardóttir

Quiche með beikoni og púrrulauk


Quiche eða baka er ótrulega góður réttur. Frábært að bera fram með góðu salati og kaldri sósu. Uppáhalds bakan mín er með púrrulauk og beikoni, eitthvað sem mamma gerði reglulega þegar ég var lítil en við borðuðum mjög oft quiche þegar við bjuggum í Stokkhólmi.


Bakan - botninn:

Uppskriftin hér

Byrjið á að gera botninn og forbakið hann.


Fyllingin - innihald:

6 egg

1/4 bolli af rjóma

1 bolli rifinn ostur

Lítill púrrulaukur -skorið smátt

8 sneiðar af beikoni


Beikonið er smátt skorið og steikt á pönnu þangað til það er vel eldað, þá er púrrulauknum bætt út á pönnu og steiktur í nokkrar mínútur. Í skál er svo eggjunum, rjómanum og ostinum blandað vel saman. Blandið svo öllu saman og hellið ofan í bökuna. Bakað á 200 gráðum í 10 mínútur.

1,210 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola