• Kolfinna Kristínardóttir

Quiche

Updated: Jul 29, 2019

Quiche eða baka er ótrulega gott sem hádegismatur eða kvöldmatur. Frábært að bera fram með góðu salati. Það má auðvitað setja hvað sem er í þær og frábær leið til að nýta afganga úr ísskápnum.


Bakan - innihald:

2 egg

1 matskeið olía

1/2 tsk salt

1 bolli kókóshveiti

1/2 bolli kalt smjör


Bakan - Aðferð:

Ég geri deigið í matvinnsuvél en það má nota hvaða tæki sem er.

Hrærið eggjunum og olíunni saman. Í aðra skál blandið saman þurrefnunum, bætið svo hægt og rólega út í. Að lokum er smjörið (skorið í teninga - muna að hafa það kalt) bætt útí. Deigið mun líka út eins og litlar mylsnur.


Smyrjið eldfast mót, ég nota hendurnar til að móta deigið í eldfasta mótið en það má auðvitað líka fletja það út milli tveggja bökunarpappíra og færa það svo yfir í mótið. Reynið að hafa deigið sem þynnst. Notið gaffal til að gera göt í botninn.


Bakið bökuna í 10 mín eða þangað til hún verður gyllt, 200 gráður.


Fyllingin - innihald:

6 egg

1/4 bolli af rjóma

1 bolli rifinn ostur

1/2 púrrulaukur

lúka af spínati

parmaskinka


Laukurinn og spínatið er steikt á pönnu í nokkrar mínútur. Í skál er svo eggjunum, rjómanum og ostinum blandað vel saman. Blandið svo öllu saman og hellt ofan í bökuna. Bakað á 200 gráðum í 10 mínútur.Ég átti afgang af deiginu og ákvað að fletja það út og gera kex úr því.


Avocado, sjávarsalt og chilli flögur - Graflax með keto graflaxasósu

1,372 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola