• Kolfinna Kristínardóttir

Purusteik og aspas

Updated: Nov 14, 2018

Ég er ekki mikill aðdáandi svínakjöts en það er ódýrt og mjög keto-vænt svo við höfum stundum purusteikt í matinn.

Innihald:

Svínasíða

Negull

Lárviðarlauf

Pipar

Salt


Aðferð:

Byrjið að snyrta kjötið, það gætu verið hár eftir í fitunni. Skerið svo rákir í fituna. Eldið steikina á "hvolfi", með fituna ofan í vatninu. Í vatnið er sett lárviðarlauf, svartur pipar og negull. Steikin er svo elduð á 130 gráður í 2 klst. Steikin er svo tekin út og látin jafna sig í 10-15 mín, á meðan er hitinn á ofninum hækkaður upp í 200 gráður. Steikinni er snúið við þannig að fitan snýr upp, saltið fituna vel og setjið negulnaggla ofan í rákirnar. Eldið steikina svo aftur í 30 mín þar til puran verður gyllt og stökk.


Aspas:

Soðið af steikinni er notað til að "sjóða" aspasinn á pönnunni, bætt svo við smjörklípu og steikið þar til aspasinn verður stökkur.


Sósa:

Uppáhalds sveppasósan mín - má finna undir "sósur".

360 views0 comments

Recent Posts

See All