• Kolfinna Kristínardóttir

Pekanhnetur með saltkaramellu


Pekan hnetur innihalda mikla fitu og fá kolvetni, eða um 4gr netcarbs í 100 gr. Því eru pekanhnetur mjög góðar á keto mataræði. Þessi uppskrift er fullkomin til að eiga í fyrstinum svo hægt sé að fá sér þegar nammiþörfin bankar upp á.


Innihald:

1/2 bolli fiber sírop (fæst í Krónunni og nettó)

1/4 bolli rjómi

40 gr smjör

Klípa af sjávarsalti

200 gr pekanhnetur


Aðferð:

Setjið síropið á pönnu á meðalháum hita, passið að karamellan má aldrei verða of heit. Þegar það eru farnar að myndast litlar bubblur í karamellunni er smjörinu bætt við hægt og rólega, mæli með að skera smjörið í litla bita og bæta þannig einum og einum út í einu. Hrærið vel á milli og passið hitann. Þegar karamellan er farin að taka á sig brúnan lit (karamellu lit) þá er rjómanum bætt úti. Bætið svo sjávarsaltinu við. Því lengur sem karamellan fær að malla því þykkari verður hún. Hrærið reglulega og fylgist vel með, það tekur tekið allt að 10-15 mín fyrir karamelluna að verða þykk. Þegar þið eruð sátt við þykktina er karamellan tekin af pönnunni og sett í skál, leyfið að kólna í nokkrar mín.


Smyrjið pekanhneturnar með karamellunni og stráið sjávarsalti yfir.
1,498 views1 comment

Recent Posts

See All