• Kolfinna Kristínardóttir

Parmesan húðaðar kjúklingabringur

Updated: Nov 14, 2018

Þessi réttur er uppáhalds keto-kjúklingarétturinn minn. Þessi uppskrift er einungis fyrir eina kjúklingabringu (sem ætti að vera nóg fyrir eina manneskju), þið margfaldið svo bara innihaldið við hversu margar bringur þið eldið.

Innihald:

50 gr Parmesan ostur

1 matskeið möndlumjöl

1 egg

Eftir smekk: Svartur pipar og hot sauce


Í skál er eggið pískað og bætt við hot sauce eftir smekk. Rífið parmesan ostinn smátt eða setjið hann í matvinnsuvél. Í annarri skál er parmesan osturinn blandaður við svartan pipar og möndlumjöl. Dýfið fyrst bringunni í eggið og svo í ostablönduna. Sjáið til þess að osturinn þekji alla bringuna. Setjið í eldfast mót og eldið í um það bil 15 mín (fer eftir stærð bringunnar) á 200 gráðum.


Á myndinni hér að ofan kjúklingurinn borinn fram með hvítlaukssósu, klettasalati og ofnbökuðum kúrbít.

1,127 views0 comments

Recent Posts

See All