• Kolfinna Kristínardóttir

Naan brauð


Ég prófaði að gera keto naan brauð um daginn, það heppnaðist ágætlega en þó kannski ekki alveg í líkingu við alvöru naan en var þó mjög gott með tikka masala. Næst ætla ég að prufa að gera deigið með kókoshveiti frekar en möndlumjöli.


Uppskriftin gerir 6 meðalstór naan brauð.


Innihald:

3/4 bolli möndlumjöl

1 tsk lyftiduft

1 matskeið smjör (brætt)

2 matskeiðar husk

klípa af salti

1 tsk hvítlauksduft

1 bolli af sjóðandi vatni


Öllu blandað saman og vatninu seinast, deigið mun aðeins freyða en haldið áfram að hræra því saman. Leyfið deiginu að kólna og geymið inn í ísskáp í klukkutíma. Mótið 6 litlar kúlur og fletjið út í höndunum (deigið hjá mér var of klístrað til að fletja það út með kökukefli). Steikið á pönnu (á non stick pan - var með gamaldags pönnu en allt festist við), mér fannst ekki þurfa olíu útaf smjörinu í deiginu en ef ykkur finnst þurfa olíu til steikingar þá bætiði því við. Ég tók gaffal og reyndi að fletja út brauðið enn frekar á pönnuninni. Steikið brauðið á miðlungs hita í sirka 2-3 mín á hvorri hlið.


Bætið svo við smjöri og ferskum hvítlauk til að pensla yfir brauðin eftir að þau hafa verið steikt, stráið svo ferskum kóríander yfir.


2,634 views0 comments

Recent Posts

See All