Kolfinna Kristínardóttir
Taco kjötbollur
Updated: Oct 22, 2020


Nautahakk er góður kostur fyrir ketó vegna þess hve mikil fita er kjötinu. Ég mæli með að kaupa nautahakk sem inniheldur mikla fitu, eða með hlutfallinu 30/70. Þessi réttur er fullur af fitu og mjög bragðgóður. Uppskriftin er miðuð við fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Mjög gott er að bera fram bollurnar með fersku gucamole og stökku beikoni.
Innihald - kjötbollur
500 gr nautahakk 1 egg 1 mexíkó ostur frá MS 1 pakki af taco kryddi (ath að velja tegund sem inniheldur sem minnst af sykri).
Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hnoðað saman í höndunum. Litlar bollur mótaðar og steiktar á pönnu í 2-3 mín, eða þar til þær "lokast", svo sett í eldfast mót og inn í ofn í sirka 10-15 mín á 180 gráðu hita.

Innihald - Guacamole 1 stór lárpera 1 matskeið af söxuðum rauðlauk
1 matskeið saxað jalapeno (má sleppa) Lime safi Klípa af sjávarsalti
Allt blanað saman í matvinnsuvél eða maukað með gaffli. Beikon
2-3 sneiðar, hitaðar í ofni þar til stökkar og muldar yfir guacamole og kjötbollurnar.