• Kolfinna Kristínardóttir

Mexíkó kex

Ég hef lengi verið föst í að baka rósmarín og parmesan kexið, enda í miklu uppáhaldi. Mig langaði hinsvegar í eitthvað meira möns og bakaði þetta kex fyrir föstudags-kósýkvöld. Kexið er mjög einfalt og fljótlegt.

Innihald:

1 dl möndlumjöl

½ dl graskersfræ

½ dl hörfræ

1 mexíkó ostur

1 egg

2-3 matskeiðar taco krydd


Aðferð:

Öllu blandað saman í matvinnsluvél. Fletjið út á milli tveggja bökunarpappíra, takið síðan efri bökunarpappírinn af, deigið á að fylla alveg út í plötuna og vera eins þunnt og mögulegt er. Bakið í 10-12 mín, eða þar til kexið er orðið stökkt, á 180 gráðum með blæstri.

1,571 views0 comments

Recent Posts

See All