• Kolfinna Kristínardóttir

Möndlumjöls pönnukökur

Það er hefð á mínu heimili að gera pönnukökur um helgar. Ég hef prófað mig áfram með fullt af uppskriftum og er þessi uppskrift mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds. Mér finnst best að borða þær með smjöri, beikoni og smá af sykurlausu sýropi. Athugið að deigið er frekar þunnt en mjög bragðgott og minnir á gömlu góðu íslensku pönnukökurnar.Uppskrift fyrir 4


Innihald: 2 dl möndlumjöli

2 dl rjómi

2 egg

2 msk stevia

1 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

Smjör til steikingar

klípa af salti

Aðferð: Blandið öllu saman í skál þangað til áferðin er slétt. Mér finnst koma besta bragðið af pönnukökum þegar þær eru steiktar upp úr smjöri en það má auðvitað notað olíu. Hitið smjör á pönnunni og hellið sirka 30 ml af deiginu á pönnuna. Ég mæli með að gera eina prufu pönnuköku til að átta sig á þeirri stærð sem maður vill. Fylgist vel með þangað til það eru komnar bubblur í deigið, þá er pönnukökunni snúið á hina hliðina og eldað í nokkrar sekúndur í viðbót.


Gott að bera fram með smjöri, beikoni og sykurlausu sýropi.

HÉR er uppskrift af sykurlausu keto nutella, það er mjög gott með pönnukökunum

2,806 views0 comments

Recent Posts

See All