• Kolfinna Kristínardóttir

Lemon curd

Updated: Oct 22, 2020


Lemon curd er sítrónu krem sem er oft smurt ofan á kökur og brauð. Þessi sykurlausa útgáfa er mjög góð með eftirréttum og algjörlega ómissandi með keto ostakökunni .


3 egg

1/2 bolli gervi flórsykur *

1/4 bolli ferskur sítrónusafi

2 matskeiðar sítrónubörkur

3 matskeiðar mjúkt smjör


Aðferð:

Hrærið saman öllum hráefnunum nema smjörinu í stál- eða glerskál og hitið yfir vatnsbaði, passið að hitinn sé ekki hár því þá verður þetta að eggjahræru. Byrjið á lágum hita og hækkið eftir þörfum. Mixtúran á að þykkna upp en það getur tekið allt að 10 mín. Hrærið none stop með písk, ef hún þykknar ekki þá þarf að hækka hitan aðeins.


Þegar mixtúran hefur þykknað er hún tekin af vatnsbaðinu og smjörinu bætt út í. Hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað og blandast vel við. Geymið í glerkrukku og kælið vel áður en það er borið fram.


787 views1 comment

Recent Posts

See All