• Kolfinna Kristínardóttir

Klassískur amerískur bröns

Updated: Nov 14, 2018

Það er fátt betra en sunnudags bröns, það er lítið mál að gera hann keto vænan og mjög amerískan. Þegar ég geri klassískan bröns hef ég pönnukökur, eggjahræru, beikon, pylsur og avocado.


PÖNNUKÖKUR

Uppskrift fyrir 4

Innihald:

1 bolli af möndlumjöli

2 msk stevia

1 tsk lyftiduft

2 egg

1 tsk vanilludropar

Smjör til steikingar

klípa af salti


Aðferð:

Blandið öllu saman í skál þangað til áferðin er slétt. Mér finnst koma besta bragðið af pönnukökum þegar þær eru steiktar upp úr smjöri en það má auðvitað notað olíu. Hitið smjör á pönnunni og hellið sirka 30 ml af deiginu á pönnuna. Ég mæli með að gera eina prufu pönnuköku til að átta sig á þeirri stærð sem maður vill. Fylgist vel með þangað til það eru komnar bubblur í deigið, þá er pönnukökunni snúið á hina hliðina og eldað í nokkrar sekúndur í viðbót.

Restin af brönsinum þarfnast varla uppskriftar. Ég hita alltaf beikon í ofni. Hræri reglulega í eggjahræunni á hellunni og af hellunni. Til að bera eggin flott fram þá set ég þau í skál og hvolfi svo skálinni á disk/bakka. Ber alltaf avocado fram með sjávarsalti!

475 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola