• Kolfinna Kristínardóttir

Kex með gröfnum laxi og graflaxa sósu

Updated: Nov 14, 2018

Það er eitthvað hátíðlegt við grafinn lax og tengi ég hann við jólin. Fullkomnlega góður ketó matur.

Kex - innihald:

1 bolli af möndlumjöli

2 matskeiðar ólífu olía

2 matskeiðar hörfræ

1 teskeið sjávarsalt


Aðferð

Blandið öllu saman í matvinnsuvél. Setjið deigið á milli tveggja bökunarpappíra og flegið út með kökukefli þar til það er eins þunnt og mögulegt er. Takið efri pappírinn varlega af. Bætið sjávarsalti á deigið og hitið í 20-25 mín á 180 gráðum, þar til það verður gyllt og stökkt. Skerið deigið á meðan það er heitt og látið svo kólna.


Graflaxasósa:

2 matskeiðar sykurlaus púðursykur

2 matskeiðar dijon sinnep

1 matskeið dill

1 matskeið sítrónusafi

2 matskeiðar olía

1 dl majones

salt og pipar eftir smekk.


Aðferð: öllu blandað saman og smakkað til.

513 views0 comments

Recent Posts

See All