• Kolfinna Kristínardóttir

Keto pyslur

Með hækkandi sólu er tilvalið að taka fram grillið. Það er til fjölbreytt úrval af pyslum sem eru ketó-vænar. Ég mæli með því að skoða innihaldið vel og velja þær sem innihalda sem minnstu kolvetnin. Ég sker alltaf litlar rákir í pylsurnar svo þær springi ekki á grillinu


Pylsubrauð - uppskriftin gerir um 8-10 brauð


6 egg - aðskilja eggjahvítuna frá rauðunum

1/2 teskeið af cream of tartar - það má líka nota smá sítrónusafa í staðinn

170 gr af 18% sýrðum rjóma

1 tsk matarsódi

1/2 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk laukduft

klípa af salti


Stífþeytið eggjahvíturnar og cream of tartar (eða sítrónusafann). Í aðra skál er blandað saman eggjarauðunum og restinni af hráefnunum. Blandið svo varlega saman við eggjahvíturnar. Smyrjið eldfast mót með smjöri/olíu og hellið blöndunni út í. Bakið á 180 gráðum í 30-40 mín. Leyfið brauðinu að kólna alveg áður en það er skorið niður í pylsubrauð. Steikið brauðin svo á pönnu eða grillið.Uppáhalds combóið mitt á pyslur þessa dagana er gucamole, siracha sósa, japanskt mayones og kóríander.Innihald - Guacamole

1 stór lárpera

1 matskeið af söxuðum rauðlauk

1 matskeið saxað jalapeno (má sleppa)

Lime safi Klípa af sjávarsalti


Allt blanað saman í matvinnsuvél eða maukað með gaffli.

1,849 views0 comments

Recent Posts

See All