Kolfinna Kristínardóttir
Kalkúnabollur
Updated: Sep 29, 2020
Kalkúnabollurnar eru sumarlegar og góð tilbreyting frá hinum hefbundnu nautakjöts-kjötbollum, ekki skemmir að kalkúnahakkið er mjög ódýrt. Ferska steinseljan er algjört must í þessari uppskrift en hún gerir þær ótrúlega bragðgóðar. Ég gerði gúrkusalat og jógúrtsósu með bollunum.

Kalkúnabollur:
600 gr kalkúnahakk (keypti frosið úr bónus)
1 egg
1 lítill rauðlaukur
1 bolli af ferskri steinselju
3 matskeiðar möndlumjöl
Salt og pipar
Öllu blandað saman og mótaðar litlar bollur. Brúnaðar á pönnu, þar til þær lokast, í sirka 5 mín. Eldaðar í ofni á 200 gráðum í 12 mín.
Gúrkusalat:
Rauðlaukur og gúrka smátt skorið
Dass af ólífuolíu
Salt, pipar, dill eftir smekk.
Ég mæli með keto naan brauði með þessum rétt.