• Kolfinna Kristínardóttir

Kóreskir kjúklingavængir

Updated: Oct 6, 2020

Eftir að ég kynntist matsölustaðum Kore hef ég verið með Kore sósuna á heilanum. Hún inniheldur sykur svo hún er ekki keto. Ég er því búin að vera að prufa mig áfram með sykurlausa útgáfu.

Kóresk BBQ sósa

  • 3 smátt saxaðir hvítlauksgeirar

  • 50 ml soja sósa

  • 50 ml sykurlaust sýrop (nota yfirleitt Fiber syrop)

  • 50 ml hot sauce (nota yfirleitt Franks Hot Sauce)

  • 50 gr smjör

  • Chilli flögur eftir smekk


Öllum hráefnunum hrært saman í pott og látið malla við lágan hita í 10-15 mín eða þar til sósan hefur þykknað upp. Ef vængirnir eru eldaðir í ofni mæli ég með að hafa ofnskúffu undir grindinni sem tekur við fitunni/soðinu af vængjunum og blandið henni svo við sósuna.Ég kaupi væningina ferska í Bónus og sker þá í tvennt til að fá þá í hefbundna vængja stærð. Mikilvægt er að þerra þá vel með eldhúsrúllu svo þeir verði stökkari. Einnig er gott að láta þá ná stofuhita áður en þeir eru eldaðir. Ef eru vængirnir eru djúpsteiktir eru þeir steiktir í 8 mínútur, þar til þeir hafa náð fallegum brúnum lit. Ef þeir eru ofnbakaðir er þeim raðað á grind (ekki með bökunarpappír) svo vökvinn/fitan renni niður og geri vængina stökkari.


Vængjunum er svo velt upp úr sósunni og borið fram með kóríander (eða vorlauk), ferskum chilli og sesam fræjum.

998 views0 comments

Recent Posts

See All