• Kolfinna Kristínardóttir

Jóla kanilkaka með rjómaostakremi

Þessi kaka er ótrúlega góð og jólaleg. Hægt er að skreyta hana á ýmsa vegu, ég notaði rósmarín, trönuber og þurrkaðar sítrónusneiðar.
Innihald kakan:

2 bollar möndumjöl

1/2 bolli gervisæta

1 teskeið kanill

1 teskeið kakó

1/2 teskeið matarsódi

1/2 teskeið lyftiduft

klípa af salti

1/4 bolli af bræddu smjöri

1/3 bolli rjómi

3 egg

2 teskeiðar vanilludropar

1/2 saxaðar pekan hnetur

Öllum þurrefnunum blandað saman í skál svo er brædda smjörinu bætt úti. Eggjunum, vanilludropum og rjómanum er blandað saman í aðra skál og bætt svo við hægt og rólega við þurrefnin. Að lokum eru hneturnar settar útí.

Smyrjið form vel með smjöri og bakið kökuna á 180 gráðum í 20-25 mín.

Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á, það þarf líka að kæla hana vel ef þið ætlið að skera hana í tvennt og setja krem á milli. Að minnsta kosti í hálftíma inn í ísskáp.

Rjómaostakrem:

150 gr rjómaostur

1 eggjahvíta

3-4 matskeiðar gerviflórsykur

smá sítrónusafi


Þeytt saman og sett á kalda köku.

525 views0 comments

Recent Posts

See All