• Kolfinna Kristínardóttir

Hægeldað lambalæri með hvítlauk og rósmarín

Rósmarín og hvítlaukur er hin fullkomna blanda á lambalæri. Til að fá extra bragð geri ég kryddlögur sem ég smyr lærði með áður en ég rista það, þá kemur stökk og bragðmikil húð á það.


Innihald:

Lambalæri

1 laukur

1 heill hvítlaukur (skorinn í tvennt og leyft að liggja í steikarpottinum).

Sellerí

Lambakraftur


Lambakjötskrydd frá Pottagöldrum

Salt og pipar

Olífuolía


Hvítlausk og rósmarín kröns:

1 dl ólífuolía

klípa af salti

4 matskeiðar rósmarín

4 hvítlauksrif - smátt skorin

Börkur af 1/2 sítrónu


Aðferð:

Hitið ofninn í 80-100 gráður. Lærið er svo þerrað og borin á það ólífuolía og kryddað með lambakjötskryddinu frá Pottagöldrum ásamt salti og pipar.

Á botninum í steikarpottinum er sett laukur, sellerí, hvítlaukur, lambakraftur svo er lærið sett ofan á það og vatni hellt í botninn. Lokið er sett á pottinn og lærið eldað í 6-7 klukkutíma. Þegar lærið hefur náð 60 gráðu kjarnhita, mæli með að hafa kjöthitamæli, þá er lærið tilbúið. Því næst er lærið smurt með hvítlausk og rósmarín blöndunni og lærið grillað í 10 mín á 200 gráðum. Leyfið kjötinu að standa í 10-15 mín áður en það er skorið niður.


Soðið sem verður eftir í steikarpottinum er mjög bragðgott og frábært í afganga.


1,052 views0 comments

Recent Posts

See All