• Kolfinna Kristínardóttir

Granola

Updated: Jun 22, 2021


Ketó útgáfa af granola með grískri jógúrt

Þessa uppskrift má breyta og bæta að vild, hvort sem það er að gera hana ketó, sykurlausa og/eða glúteinlausa.


Ef þið eruð ekki á ketó er gott að bæta við tröllahöfrum, rúsínum/ döðlum og öðrum þurrkuðum ávöxtum.


Það er í lagi að borga hreina gríska jógúrt eða hreint skyr á ketó og getur verið gott að hræra smá rjóma út á.


Þetta granola er ofureinfalt en tekur smá tíma að bakast (um klukkutíma).


Innihald:

50 gr möndlur

50 gr heslihnetur

50 gr pekan hnetur

50 gr graskerafræ

1 dl sykurlaust sýrop (ég nota fiber sýrop)

1 tsk sjávarsalt

1 tsk kanill

50 gr brætt smjör eða kókosolía

1 tsk vanilludropar


Aðferð:

Öllu blandað saman í skál, ofninn hitaður á 100 gráður, dreifið vel úr blöndunni á bökunarpappír og ristið í ofni í klukkutíma. Takið reglulega út og hrærið í blöndunni.

Hér er granolað borið fram með ferskum ávöxtum sem eru vissulega ekki ketó.

2,316 views0 comments

Recent Posts

See All