• Kolfinna Kristínardóttir

Frittata


Frittata er ítalskur eggjaréttur, líkt ommilettu eða quiche. Orðið frittala þýðir í raun "steikt" á ítölsku - þó í þessari uppskrift sé hún bökuð. Frittatan er jafn góð köld úr ísskápnum svo alls ekki henda afgöngunum.


Grunnuppskriftin af frittata eru egg, ostur og rjómi. Blandað saman og hitað í ofni. Ég læt svo ímyndunaraflið ráða og nýti afganga úr ísskápnum til að blanda úti. Uppáhalds frittatan mín er þó púrrulaukur og beikon.


Frittata með spínati, trufflu salsa og ribeye steik:

Ég átti afgangs nautasteik og keypti svo trufflu salsa á litlar 500 kr í Hagkaup, rosalega gott til að búa til trufflusmjör og fleira.


Þegar ég geri frittata fyrir sjálfa mig þá nota ég 2 egg, dass af rjóma og 1/2 bolla af rifnum osti.Frittata með beikoni og púrrulauk (fyrir 2-3)

Innihald:

6 egg

1/4 bolli af rjóma

1 bolli rifinn ostur

4 beikon sneiðar

1/2 púrrulaukur


Laukurinn og beikonið er smátt skorið og steikt á pönnu þar til beikonið er orðið stökkt. Í skál er svo eggjunum, rjómanum og ostinum blandað vel saman. Blandið svo öllu saman og sett í eldfast mót, bakað á 200 gráðum í 10 mínútur.

636 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola