• Kolfinna Kristínardóttir

Eggjahræra með beikon og avocado

Updated: Nov 4, 2018

Eggjahrærur eru eitt það einfaldasta og ætti því ekki að þurfa að vera uppskrift fyrir það. Það er skemmtilegt að prufa sig áfram með mismunandi grænmeti og kjöti. Frábært til að nýta afganga úr ísskápnum.

Innihald:

2 egg

Smjörklípa

1/2 bolli af brokkolí

1/2 avocado

Sjávarsalt

Chilli flögurBrokkolíð steikt upp úr smjöri þar til stökkt, eggjunum bætt við og hrært saman þar til eldað. Til að fá eggin extra fluffy er gott að taka pönnuna af hellunni reglulega og hræra, setja svo aftur á helluna í smá stund, heitt-kalt, koll af kolli. Avocadoið er svo skorið í örþunnar sneiðar og sett yfir eggjahræruna. Mér finnst nauðsynlegt að salta avocado vel og ekki skemmir að bæta við sterkum chilli flögum. Beikonið gerir sama gagn og er nóg að hafa það með avocadoinu, þá þarf ekki að salta jafn vel.
365 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola