• Kolfinna Kristínardóttir

Eggjaburrito

Updated: Nov 14, 2018


Á keto er auðvelt að fá ógeð af eggjum og er ég því stöðugt að prófa mig áfram með mismunandi aðferðir og rétti. Ég á það til að fá ógeð af eggjum, því er þessi uppskrift hentug fyrir mig, eggjakakan er svo örþunn að maður finnur varla eggjabragðið.

Innihald:

2 Egg

6 beikon sneiðar

1 avocado


Aðferð

Ég nota eitt egg fyrir hverja eggjaköku, píska því í glasi eða skál svo eggjarauðan og hvítan blandist vel saman. Því er svo hellt yfir pönnu, smurða olíu (ég nota yfirleitt ólífu eða avocado olíu), og látið þekja alla pönnuna. Setjið svo lok yfir pönnuna og látið eldast vel. Ég sný aldrei ommilettunni heldur læt hana eldast á einni hlið (eldast þegar lokið er sett yfir).


Beikonið er hitað í ofni þangað til það er stökkt og avocadoið er skorið í ræmur. Mér finnst gott að toppa ommilettuna með majonesi og siracha.


Það þarf auðvitað ekki að vefja ommilettunni upp eins og burrito, það er líka gott að borða hana eins og á þessari mynd

324 views0 comments

Recent Posts

See All