• Kolfinna Kristínardóttir

Crepes með bökuðu eggi og parmaskinku

Crepes eru örþunnar franskar pönnukökur sem eru steikar á pönnu á báðum hliðum, svipaðar íslenskum pönnukökum. Crepe er borið fram með sætu meðlæti eða öðru t.d. osti, skinku, reyktum laxi o.s.frv. Uppskriftin er fyrir 3-4 crepes (fer eftir stærð).


Innihald:

1 eggjarauða

4 eggjahvítur

50 ml rjómi

1 matskeið möndlumjöl

1/2 matskeið husk

1/2 teskeið matarsódi

1/2 teskeið vínsteinslyftiduft

1 teskeið hvítlauksduft

Smjör til steikingar


Öllu blanað saman og látið standa í 5-10 mín, svo möndlumjölið og huskið fái að þykkna, aftur hrært saman og svo steikt á pönnu á báðum hliðum.


Ég spældi egg í nokkrar mínútur og færði svo yfir á pönnukökuna. Setti svo parmaskinku, spínat, hvítlaukssósu og ost, lokaði svo pönnukökunni og hitaði í ofni í 5 mínútur (á 180 gráðum).814 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola