• Kolfinna Kristínardóttir

Chimichurri sósa

Chimichurri er fullkomin sósa á keto, hún er stútfull af hollri fitu og einstaklega góð með rauðu kjöti. Í þessari uppskrift skipta hráefnin miklu máli, því ferskari kryddjurtir sem þið notið því betra. Sama á við um olíuna, því meiri gæði sem er hún er því betri bragðast sósan.

Innihald:

1 ferskur rauður chilli (má sleppa)

1 bolli/lúka af ferskri steinselju

1 bolli/lúka af fersku kóríander (má sleppa og setja meira af steinselju).

3-4 hvítlauksgeirar

1 msk edik (til dæmis hvítvíns)

1 tsk salt

3/4 bolli góð ólífuolía


Aðferð:

Allt skorið smátt og hrært saman í skál. Gott að leyfa þessu að standa í nokkrar klukkustundir, bragðið af kryddjurtunum blandast betur við olíuna.

1,819 views0 comments

Recent Posts

See All