Kolfinna Kristínardóttir
Brownies
Þessar brownies eru ofur einfaldar - tekur um 30 mín að baka. Möndlumjölið dregur í sig vökva svo það er mikilvægt að fylgjast vel með ofninum (að kakan of bakist ekki) - þar sem þeir eru allir mismunandi. Kakan á að vera smá blaut í miðjunni. Það má auðvitað leika sér með uppskriftina og bæta við hnetum, möndlum eða hindberjum.

Innihald:
50 gr möndlumjöl
3 stór egg (alltaf gott að hafa við stofuhita)
150 gr smjör
3 matskeiðar ósætt kakó
60 gr 85% dökkt súkkulaði
50 gr gervisæta (ég notaði erythirol)
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
2 matskeiðar sterkt kaffi
1/2 tsk sjávarsalt
Aðferð:
Þeytið saman eggin og gervisætuna þar til blandan verður létt og ljós. Bætið við kaffinu og vanilludropum. Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Blandið varlega saman við eggin. Í aðra skál blandið saman þurrefnunu og hrærið varlega saman við eggja/súkkulaði blönduna. Smyrjið form með smjöri/olíu og bakið við 175 gráður í 20-25 mín (ekki á blæstri).