• Kolfinna Kristínardóttir

Brokkólíbuff


Brokkólíbuffin ganga upp sem meðlæti, millimál, brauð (gott að hafa álegg) eða ein og sér. Mæli með að bera buffin fram með Jógúrt sósunni.


1 brokkólí haus

1 egg

1 bolli rifinn ostur

1 matskeiðar husk (ef þið eigið það ekki til bætið þá við smá aukalega af möndlumjöli)

½ dl möndlumjöl

Lúka af fínsaxaðri steinselju (má sleppa)

Salt og pipar eftir smekk


Öllu skellt saman í matvinnsluvél og maukað saman í deig. Buffin eru mótuð og steikt á pönnu upp úr olíu þar til þau verða brún, svo hituð í ofni í 15 mín á 180 gráðum.

989 views0 comments

Recent Posts

See All