• Kolfinna Kristínardóttir

Bláberjasósa

Updated: Aug 30, 2020

Ég var með mikinn valkvíða hvort ég ætti að kalla þessa uppskrift sósu, sírop eða sultu. Þetta er eiginlega blanda af öllu. Á keto mataræði er ekki ráðlagt að borða mikið af ávöxtum en ber í litlu magni eru í lagi, því reyni ég að nota mjög lítið af berjum. Þessi uppskrift er mjög góð ofan á sítrónuostakökuna eða með pönnukökum.Innihald:

  • 1/2 bolli bláber (mega vera frosin)

  • 50gr smjör

  • 1-2 matskeiðar gervisæta

  • Klípa af salti


Allt sett í pott og leyft að malla saman á lágum hita í 5-10 mín. Maukið berin vel með gaffli.
889 views0 comments

Recent Posts

See All