• Kolfinna Kristínardóttir

Bláberjapönnukökur


Ég er í stöðugri tilraunastarfsemi og alltaf að reyna að bæta uppskriftirnar mínar, upp á síðkastið hefur mér fundist möndumjölspönnukökurnar svo þurrar og ekki lyftast nógu vel. Ég hef lesið mig til um að þeyta eggjahvíturnar sér og bæta þeim svo við, ég hef í raun aldrei nennt að standa í því. Ég ákvað þó að gefa eftir og prófa, einnig prófaði ég að gera deigið í matvinnsluvél og það varð miklu betra, áferðin ótrúlega slétt og mjúk. Þessar pönnukökur eru þær bestu sem ég hef smakkað á keto. Uppskriftin er fyrir tvo.


Innihald:

1 bolli möndlumjöl

2 egg

1/4 bolli kalt vatn

20 gr brætt smjör

1/2 tsk lyftiduft

1 matskeið gervisæta

klípa af salti

1/2 bolli bláber


Aðferð:

Blandið þurrefnunum í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til allt er vel blandað saman. Blandið svo við eggjarauðunum, bræddu smjöri, vatni við. Áferðin ætti að verða mjög slétt og mjúk. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið svo varlega saman við deigið.


Steikið pönnukökurnar upp úr smjöri á miðlungshita og raðið bláberjum ofan á þær (ef þið blandið þeim við deigið eiga berin til að maukast og blandast saman við deigið). Eldurnartíminn er frekar langur og passið ekki snúa þeim fyrr en endarnir eru farnir að brúnast.


Berið kökurnar fram með bláberjasósunni

2,298 views1 comment

Recent Posts

See All