• Kolfinna Kristínardóttir

Bláberjaostakaka

Updated: Oct 22, 2020

Síðsumarið er í miklu uppáhaldi hjá mér enda tími uppskeru, meðal annars bláberja. Það má nota berin í margt annað heldur en hefbundna bláberjasultu, til dæmis bláberjapönnukökur með bláberjasósunni eða þessa bláberjaostaköku, sem er einföld bökuð ostakaka.


Botninn

1 bolli möndlumjöl

1/2 bolli hesluhnetuflögur

1 matskeið mjúkt smjör

klípa af sjávarsalti

Öllu blandað saman og þrýst ofan í kökuform. Bakað í 10 mín á 175 gráðum.

Fyllingin

400 gr rjómaostur

2 egg

1/3 bolli gervi flórsykur

sirka 1 tsk lime safi (ferskur)

Smá börkur af lime


*Það er hægt að nota "venjulega" gervisætu og vinna í matvinnsluvél / blandara þar til hún verður að dufti eins og flórsykur.


Hrærið saman rjómaosti og flórsykri þar til áferðin verður létt og ljós.


Bætið við eggjunum. Að lokum er bætt við limesafnaum og berkinum.


Hellið fyllingunni yfir botninn, setjið bláber eftir smekk ofan í fyllinguna og bakið í 40 mín á 175 gráður.


Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er tekin úr kökuforminu.

2,369 views0 comments

Recent Posts

See All