• Kolfinna Kristínardóttir

Beikonsulta með viský og trönuberjum (Ekki keto)

Í nóvember 2017 sendi ég inn uppskrift í smjördeigskeppni Welwalka. Þessi uppskrift lenti í 1.sæti í keppninni. Ég hef oft borið hana fram sem forrétt í matarboðum og slær alltaf í gegn. Beikonsultan er líka mjög góð á pizzur, ostabakkann og á snittur.

Beikonsulta:

400 gr beikon

1 rauðlaukur

50 gr smjör

100 gr púðursykur

1 msk hlynssýrop

2 msk soðið kaffið

2 msk vískí (má sleppa)

100 gr þurrkuð trönuber


Skerið beikonið mjög smátt og steikið á pönnu, þegar það er byrjað að brúnast er sett smátt saxaður rauðlaukur út í og hitinn lækkaður. Látið laukinn og beikonið malla þangað til það er orðið brúnt og mjúkt (beikonið á ekki að verða stökkt). Bætið við púðursykrinum, smjörinu, sýropinu og kaffinu útí, passið að vera enþá með á lágum hita svo sykurinn brenni ekki. Látið malla á mjög lágum hita í um 30 mín, hrærið reglulega og bætið að lokum við viskíinu og þurrkuð trönuberjum.


Smjördeigið er skorið í jafna ferninga, sirka 2x2cm. Á annanhvorn ferningana er sett örlítill biti af Brie ostinum og smá af beikonsultunni (passa að setja ekki of mikið því þá lekur allt út), svo er settur ferningur af deiginu yfir og endunum þrýst saman með puttunum (ef notaður er gaffall kemur ekki sama fallega áferðin á deigið). Að lokum eru ferningarnir pennslaðir með eggi. Bakast í 10 mín á 200 gráðum, tekið út og bætt Brie osti og beikonsultu ofan á hvern “kodda”, sett svo aftur inn í ofn í sirka 3 mín (þangað til osturinn er bráðinn). Að lokum er bætt við smá steinselju ofan á hvern kodda.

193 views0 comments