• Kolfinna Kristínardóttir

Beef & Brokkólí

Þessi einfaldi réttur er mjög vinsæll á asískum veitingastöðum, ég ákvað að gera keto-væna útgáfu af honum. Hægt að bera réttinn fram með blómkálshrísgrjónunum. Uppskriftin er fyrir 2-3 manneskjur.


Innihald:

1 brokkólí haus - smátt skorinn

1 pakki af nautaþynnum frá Kjarnafæði (keypti í Bónus, í frystinum)

2-3 hvítlauksgeirar

1 matskeið rifinn engifer

2 matskeiðar seasam olía


Steikið brokkólíið upp úr olíu, hvítlauk og engifer í 5-8 mín. Takið til hliðar og steikið svo kjötið á sömu pönnu og bætið svo brokkólíinu aftur við. Geymið til hliðar á meðan sósan eldast.


Sósa:

1/2 bolli nautasoð

2 matskeiðar soya sósa eða liquid aminos

2 matskeiðar fiber sírop

Pipar eftir smekk (helst hvítur pipar ef þið eigið hann til).


Látið malla á lágum hita í 10-15 mín, þar til sósan fer að þykkna. Þá er henni hellt yfir pönnuna og hrært vel saman við kjötið og brokkólíið.


1,490 views0 comments

Recent Posts

See All