• Kolfinna Kristínardóttir

BBQ sósa

Updated: Jan 23, 2019

Ég hef regulega gert Keto BBQ sósu án þess að skrifa niður uppskriftina, gert hana eingöngu eftir tilfiningu. Ég mæli með að smakka sósuna oft, setja innihaldsefnin hægt og róleg við til að fá hina fullkomnu bbq sósu. Það er erfitt að ná hinu fullkomna bbq bragði, ég er í stöðugum tilraunum með hana og uppfæri uppskriftina hérna oft. Það þarf líka ekki að eiga allt í þessa sósu en liquid smoke (fæst í Hagkuap) er grunnurinn og það sem gefur sósunni reykta bbq bragðið. Ef þið eigið ekki epla edik er til dæmis að hægt að nota hvítvíns edik eða setja aðeins meira af hot sauce.

Innihald:

1 matskeið tómat púrra

1 bolli vatn

1/2 dl epla edik

2 msk reykt papriku krydd

1 msk hvítlauksduft

1/2 dl dijon sinnep

1 dl liquid smoke

2 msk hot sauce (má sleppa)

2 msk gervisæta

1/2 tsk kanill

1 tsk soja sósa/liquid aminos


Öllu blandað saman í pott og látið malla á lágum hita, því lengur því betur.Fæst til dæmis í Hagkaup

1,614 views0 comments

Recent Posts

See All