• Kolfinna Kristínardóttir

Bakað avocado með eggi

Updated: Jan 4, 2019

Avocado, eða lárpera á góðri íslensku, er fullkomin fæða á keto mataræðinu - stútfull af hollri fitu og electrolytes. Þessi uppskrift er mjög einföld og tekur örskamma stund.


Uppskriftin miðast við fyrir einn svangann eða tvo.


Innihald:

1 avocado

2 egg

2 beikon sneiðar

smá graslaukur

hot sauce


Aðferð:

Takið steininn úr avocadoinu, ef hann er lítill er ágætt að taka matskeið og gera stærra gat fyrir eggið. Eggið er svo sett hrátt í holuna og hitað í ofni þangað til það er eldað. Um 7 mínútur á 180 gráðum. Beikonið er svo steikt eða hitað í ofnið og mulið yfir. Salt og pipar eftir smekk og svo toppað með graslauk og hot sauce.

431 views0 comments

Recent Posts

See All

Granola